Lánasjóður íslenskra námsmanna

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 11:56:00 (6136)


     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Verði þessi tillaga felld er verið að útrýma orðunum jafnrétti, jöfnuður úr lögunum um Lánasjóð ísl. námsmanna. Orð segja talsverða sögu í þessu sambandi. Verði niðurstaðan sú að þessi tillaga verði felld er um að ræða hugmyndafræðilegan sigur Sjálfstfl. Hann hefur borið Alþfl. ofurliði. Þetta er stefnumótandi grein þessa ljóta frv. sem við erum hér að reyna að breyta, frv. sem gerir ráð fyrir því að loka Lánasjóði ísl. námsmanna í haust og banna lán til íslenskra námsmanna haustið 1992. Við erum að gera tilraun til að laga þetta ójafnaðarfrv. með því að koma inn orðinu jafnrétti í 1. gr. þess. Ég segi að sjálfsögðu já við þessari tillögu minni hluta menntmn.