Lánasjóður íslenskra námsmanna

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 12:31:02 (6150)


     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
    Virðulegi forseti. Ég var einn þeirra manna sem sömdu á sínum tíma frv. til laga sem eru gildandi lög um námslán. Fyrir löngu síðan var mér eins og flestöllum ljóst að þessi lög þurftu að breytast. Árið 1986 var mér falið ásamt hv. þm. Finni Ingólfssyni að fara yfir þessi mál fyrir hönd þáv. stjórnarflokka. Okkar sameiginlega undirritaða niðurstaða var sú að greiða skyldi vexti af hluta námslána. Ég hef ekki skipt um skoðun. Ég tel það skynsamlegt og eðlilegt. Ég er sömu skoðunar nú og þá og segi nei við þessari tillögu.