Vatnsorka

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 13:10:32 (6163)

     Ólafur Ragnar Grímsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég hafði hugsað mér að tala í þessu máli sem hér var verið að mæla fyrir, ef nota má þau orð. Það var ýmislegt sem ég taldi nauðsynlegt að segja í tilefni af þessu þingskjali sem hér er tekið fyrir. Það kom mér fullkomlega á óvart að fyrri flm. þáltill., hv. þm. Páll Pétursson, skyldi ekki mæla fyrir henni efnislega. Mér er ekki alveg ljós sú ástæða vegna þess að það er nauðsynlegt að ræða ýmislegt í tengslum við þessa merku tillögu.
    Ég vil þess vegna mælast til þess við virðulegan forseta að umræðunni verði frestað þannig að ég hafi tækifæri til þess að ræða við fyrri flm. hvers vegna hann er að biðjast undan umræðu um málið, því ég hafði ætlað mér að tala undir þessum dagskrárlið. Ég hélt reyndar að það hefði átt að gera hlé á störfum þingsins eftir þessa atkvæðagreiðslu. Mér hafði verið tjáð það af starfandi formanni þingflokks Alþb., varaformanni þingflokksins, hv. þm. Svavari Gestssyni, þannig að ég vil spyrja hæstv. forseta: Var það ekki ætlunin að gera hér stutt hlé eftir atkvæðagreiðsluna? En ég óska alla vega eftir því að umræðu verði ekki lokið um þetta dagskrármál fyrr en ég hef haft tækifæri til að kynna mér það og meta það þá hvort ég held við það að tala í málinu.