Vatnsorka

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 13:11:00 (6164)


     Flm. (Páll Pétursson) (um þingsköp) :
    Frú forseti. Með því að hafa þann hátt á að óska eftir því að málið gengi umræðulaust til nefndar var ég ekki að segja að mér þætti málið ómerkilegt því ég tel að þetta sé eitt með merkilegri málum sem lögð hafa verið fram á Alþingi í vetur. Ég er að mótmæla þeirri aðferð sem hér hefur verið höfð við forgangsröðun verkefna þingsins, þ.e. þingmenn hafa ekki fengið tækifæri til þess að fjalla um eða það hefur ekki verið gefinn tími til þess að fjalla um mál flutt af einstökum þingmönnum nema í mjög litlum mæli. Þessu vil ég mótmæla, og því vildi ég freista þess að fá málið til nefndar umræðulaust, ræða það síðan í iðnn. þar sem ég á sæti. Það er þess vegna sem ég óskaði eftir að þessi háttur yrði hafður á.