Umræður um skýrslur

137. fundur
Föstudaginn 08. maí 1992, kl. 14:31:04 (6173)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Það var í góðu samkomulagi við hv. 4. þm. Norðurl. e., 1. flm. þess frv. sem hv. 8. þm. Reykn. nefndi, að þessi mál fylgdust að á dagskrá og umræða færi þannig fram að þeir gætu hvor fyrir sig mælt fyrir sínu máli en umræðan yrði sameiginleg. Þannig stóð á að þegar hæstv. ráðherra mælti fyrir sínu frv. var ekki ráðgert að það yrði umræða um það þá, enda málinu frestað, en að öðru leyti biði málið þar til hv. 4. þm. Norðurl. e. fengi tækifæri til að mæla fyrir sínu frv. Ég vona að það sé alveg ljóst að það hefur enginn misskilningur orðið þarna á milli og væntanlega fær hv. 4. þm. Norðurl. e. tækifæri til að flytja sitt mál hér áður en þingi lýkur.