Starfsmenntun í atvinnulífinu

138. fundur
Laugardaginn 09. maí 1992, kl. 10:54:22 (6201)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Í ljósi þessarar niðurstöðu, að meiri hluti Alþingis vill ekki leyfa félmrn. að hafa samráð við menntmrn. um starfsmenntun í atvinnulífinu, sem er afar athyglisvert og verður vandlega fylgst með því af mér hvernig menntmrh. hefur greitt atkvæði í málinu, hvort hann er á móti því að félmrn. hafi samráð við hann um starfsmenntun í atvinnulífinu. Með hliðsjón af því vil ég láta það koma fram sem mína afstöðu að ég tel alveg óhjákvæmilegt til að jafnvægi ríki í þessum málum að frv. til laga um fullorðinsfræðslu verði að lögum á þessu þingi. Og ég legg á það mjög mikla áherslu fyrir mitt leyti vegna þess að það samkomulag sem hæstv. félmrh. vitnaði til áðan byggðist á jafnvægi en ekki á því að þessi eini þáttur yrði keyrður í gegnum þingið.
    Annars var þetta undarleg niðurstaða í atkvæðagreiðslunni og verður fróðlegt að ræða hana við betra tækifæri.