Fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum

138. fundur
Laugardaginn 09. maí 1992, kl. 12:37:32 (6214)

     Ólafur Ragnar Grímsson (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég ætlaði að spyrja hvort hæstv. sjútvrh. hefði kvatt sér hljóðs í þessari umræðu. Ég tók eftir því að hann sat á samræðum við þingmenn í hliðarherbergi mestan tímann sem síðasta ræða var flutt. Þá voru endurteknar þær spurningar sem bornar hafa verið upp við hæstv. sjútvrh. og óskað eftir því að hann svaraði þeim. Ef hæstv. sjútvrh. er ekki á mælendaskrá, ég tala nú ekki um ef hann ætlar ekki að koma á hana, vil ég óska eftir því, virðulegur forseti, að þessari umræðu verði frestað og fundinum verði frestað svo að við í stjórnarandstöðunni getum borið saman bækur okkar um það hvernig eigi að halda hér áfram því við líðum ekki svona framkomu af hálfu ríkisstjórnarinnar.