Fullvinnsla botnfiskafla um borð í veiðiskipum

139. fundur
Mánudaginn 11. maí 1992, kl. 13:36:00 (6253)

     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Þar sem ég var ekki viðstödd atkvæðagreiðsluna eftir 2. umr. vil ég taka það skýrt fram að ég mun greiða atkvæði með þessum lögum þar sem ég tel að þau séu til bóta en að þau eigi á engan hátt við flatningu og söltun um borð í smærri bátum eins og var í þeim brtt. sem dregnar hafa verið til baka.