Framhald umræðna um skýrslu um sjávarútvegsmál og um Lánasjóð íslenskra námsmanna

141. fundur
Þriðjudaginn 12. maí 1992, kl. 14:47:23 (6293)



     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Áður en gengið er til dagskrár vill forseti upplýsa að þingflokksformenn og forseti ásamt ráðherrum menntamála og sjávarútvegs hafa rætt saman vegna þeirrar umræðu sem varð fyrr á fundinum. Það hefur orðið að samkomulagi að lánasjóðsmálinu, 12. dagskrármálinu, verði frestað en önnur dagskrármál verði tekin fyrir og rædd. Þegar þeim er lokið verði settur nýr fundur með málum sem fyrir liggja til afgreiðslu og hentugt er að setja á þá dagskrá ásamt skýrslu um sjávarútvegsmálin. Hér verður því kvöldfundur og skýrslan um sjávarútvegsmálin verður tekin til umræðu í síðasta lagi kl. hálf níu í kvöld.
    Forseti vonar að þetta sé nægjanleg skýring fyrir hv. þm. og nú sé hægt að ganga til dagskrár og taka fyrir fyrsta dagskrármálið.