Rekstrarvandi sjávarútvegsfyrirtækja

142. fundur
Þriðjudaginn 12. maí 1992, kl. 23:42:41 (6371)


     Jón Helgason (andsvar) :
    Herra forseti. Það er rétt hjá hæstv. utanrrh. að afkoma einstakra fyrirtækja er að sjálfsögðu misjöfn. En meðaltalið segir þó allnokkuð og þar byggði ég á tölum sem hæstv. sjútvrh. las í gær úr skýrslu sinni. Þar kom fram að hjá vinnslu botnfiskafurða var hagnaður 1% á árinu 1990. Á árinu 1991 var hann 0,5%. Síðan seig á ógæfuhliðina af ástæðum sem ég gat um áðan, hinni gífurlegu vaxtasprengju ríkisstjórnarinnar.
    En staðan í dag er þannig að það er 8% halli. Og það liggur í augum uppi að atvinnurekstur sem hefur þennan halla getur að sjálfsögðu ekki borgað skuldir sínar til baka. Og það er þetta sem veldur erfiðleikum í stöðunni núna. Til viðbótar við þennan halla kemur svo sívaxandi byrði vegna lántöku sem stafar af því að reksturinn er með halla, eiginfjárstaðan versnar, þannig að þetta verður að sjálfsögðu vítahringur.