Rekstrarvandi sjávarútvegsfyrirtækja

142. fundur
Miðvikudaginn 13. maí 1992, kl. 00:38:19 (6377)


     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Ég hygg að það liggi í augum uppi miðað við óbreytt rekstrarskilyrði þar sem fram hefur komið að atvinnugreinin er að tapa, þá er hún að auka skuldir sínar en ekki greiða þær niður.
    Að því er varðar það veiðifyrirkomulag eða stjórnunarfyrirkomulag, sem í gildi hefur verið á innfjarðarækju, þá hef ég áður lýst því yfir að ég tel eðlilegt að það verði tekið til endurskoðunar jafnhliða því sem menn endurskoða hin almennu lög um fiskveiðistjórnun. Það tel ég mjög eðlilegt og sjálfsagt. Hér er um gamla skipan að ræða sem eðilega þarfnast endurskoðunar og eðlilegt að það gerist samhliða hinni almennu endurskoðun sem nú á sér stað.