Rekstrarvandi sjávarútvegsfyrirtækja

142. fundur
Miðvikudaginn 13. maí 1992, kl. 00:43:43 (6381)


     Jón Helgason (andsvar) :
    Herra forseti. Við þurfum ekki að deila um það, hæstv. sjútvrh., hvort skrefin hafi verið stór eða smá. Aðalatriðið er auðvitað að niðurstaðan af þessari vinnu er 8--10% halli. Það er staðreynd sem hæstv. sjútvrh. skýrði frá í gær. Því er það spurning hvort hún verður ekki um seinan sú hagræðing sem hæstv. ráðherra ræðir um, og við viljum taka undir að er sjálfsögð, ef það dregst lengur að hún beri árangur vegna þess hve ört hallar undir fæti þegar hallinn í greininni er 4 milljarðar kr. miðað við heilt ár.