Lánasjóður íslenskra námsmanna

143. fundur
Miðvikudaginn 13. maí 1992, kl. 20:28:08 (6452)


     Páll Pétursson (andsvar) :
    Herra forseti. Það skiptir ekki miklu máli hvað hæstv. menntmrh. endurtekur oft ef hann fer með rangt mál. Mér finnst hann ekki eiga að tala um jafnrétti í sambandi við þessa lagasetningu. Þetta frv. stuðlar að því að koma í veg fyrir jafnrétti til náms. Fjárhagur LÍN er ekki tryggður þátt fyrir þessa lagabreytingu. En það er rétt skilið hjá hæstv. menntmrh. að Framsfl. mun ekki una 6. gr. eins og gengið er frá

henni í þessum lögum vegna þess að hún er ósanngjörn, hún skapar námsmönnum óþarfa erfiðleika. Það eru mörg, mörg önnur ráð til að sjá til þess að peningar lánasjóðsins fari ekki til annarra en þeirra sem eru í alvörunámi.