Afgreiðsla þingmála

145. fundur
Fimmtudaginn 14. maí 1992, kl. 13:14:00 (6510)


     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Ég var búinn að koma á framfæri þeirri ósk minni að hæstv. forseti ræddi við formann félmrn. um tiltekið mál. Ég vildi bæta því við, af því að ég hafði það ekki hjá mér áðan, að það hefur gerst að málið hefði breyst frá því að brtt. voru teknar út úr nefnd og þar til þær birtast á þskj. Það var í nokkrum atriðum sem brtt. á þskj. eru öðruvísi en brtt. eins og þær lágu fyrir nefndinni og litu út þegar hún ákvað í upphafi að taka málið út úr nefnd. Þar á meðal var eitt veigamesta ákvæðið, gildistökuákvæði laganna, þar sem brtt. nefndarinnar hljóðuðu upp á 1. ágúst þegar málið var tekið út úr nefnd en 1. sept. þegar þskj. birtist. Ég vil því bæta við þá ósk sem ég bar fram áðan við hæstv. forseta og biðja forseta um að kanna hvort haldinn hafi verið fundur í félmn. að mér fjarstöddum.