Staðgreiðsla opinberra gjalda

145. fundur
Fimmtudaginn 14. maí 1992, kl. 16:19:00 (6550)


     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) :
    Virðulegi forseti. Vegna orða síðasta hv. ræðumanns vil ég einungis segja að þótt í mínu máli hafi komið fram að auðvitað þurfi að vera skýr lagaheimild til að heimta megi skatta inn með tilteknum hætti, eins og hér hefur verið nefnt, teldi ég það skynsamlegt að skattar eins og sá sem hér um ræðir og líka tryggingagjald sé heimt inn hjá þeim innheimtumönnum sem heimta inn staðgreiðsluna þótt ekki væri nema vegna þess að það er ódýrasta aðferðin og það verður stundum líka að líta til þess hvernig ódýrast er að ná í þá fjármuni sem skylt er að láta renna í ríkissjóð.