Lánasjóður íslenskra námsmanna

145. fundur
Fimmtudaginn 14. maí 1992, kl. 20:44:05 (6588)

     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ef það mætti upplýsa hv. þm. um staðreyndir, þá kom það í hlut forvera minna, menntmrh. Sjálfstfl., að skerða Lánasjóð ísl. námsmanna vegna þess að það hafði verið komið í veg fyrir skynsamlegar breytingar á lögunum. Það var ástæðan fyrir þeim skerðingum sem þeir þurftu að standa fyrir. En hann skýrði það ekki út, hv. þm., hvernig verkið var unnið af síðustu ríkisstjórn að bæta fyrir þessar ,,hroðalegu skerðingar`` sem sjálfstæðisráðherrarnir höfðu gert. Hvernig var það gert? Ég skal segja honum það. Það var gert með því að hækka námslánin með ákvörðun menntmrh., einfaldri ákvörðun, og það gerði hann þrisvar sinnum á sínum ferli, en því fylgdu ekki hækkaðar fjárveitingar frá Alþingi. Þvert á móti voru þær lækkaðar. Og með þessum hætti er ekki hægt að vinna.