Lánasjóður íslenskra námsmanna

146. fundur
Föstudaginn 15. maí 1992, kl. 15:06:23 (6656)


     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :
    Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að fagna því jáyrði sem gall við rétt í þann mund sem röðin koma að mér, þ.e. frá þeim sem næstur var á undan mér. En ég vil segja um ákvæði til bráðabirgða sem hér liggur fyrir að ég lít svo á að með þessari till. séu flm. að teygja sig svo langt í átt til samkomulags við stjórnarþingmenn að þeir séu í rauninni komnir fram á ystu nöf. Það eina sem er viðunandi í þessu máli er að sjálfsögðu að 1. mgr. 6. gr. falli brott, enda er ég sannfærð um að stjórnarliðar eiga eftir að lenda í vandræðum með 6. gr. þó síðar verði. En í ljósi þeirrar óbilgirni og þeirrar rangsleitni sem ríkir meðal þeirra stjórnarliða sem ráða för í þessu máli verður þessi till. skiljanleg. Hún er neyðarúrræði, hún er til þess flutt að lágmarka skaðann ef svo má segja. Ég segi því já.