Skipaútgerð ríkisins

148. fundur
Laugardaginn 16. maí 1992, kl. 13:05:00 (6791)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég næ ekki alveg áttum í þessu andsvari hæstv. ráðherra. Til að undirstrika meginatriði málsins þá minnkuðu flutningar úr 120 þús. tonnum niður í 100 þús. tonn, fyrst og fremst vegna yfirlýstrar stefnu hæstv. samgrh. Það gerði það að verkum að tekjur fyrirtækisins minnkuðu verulega þannig að á fyrirtækinu varð mun meiri halli en efni stóðu til að öðru leyti. Það voru um 77 millj. kr. sem ákvörðun hæstv. samgrh. kostaði þjóðfélagið.