Skattskylda innlánsstofnana

148. fundur
Laugardaginn 16. maí 1992, kl. 15:55:00 (6813)

     Jón Helgason (andsvar) :
    Herra forseti. Já, ég skil það mætavel að það er munur að lána út sitt eigið fé og

annarra. En þá erum við komin að því sem ég minntist aðeins á líka að ef einhver aðili stendur vel þá sé gott að nota það til að leggja á hann skatt og mætti kannski nota þá reglu víðar í þjóðfélaginu ef eingöngu ætti að byggja á því eins og þarna er gert.
    En það sem ég vildi sérstaklega minnast á er að vegna stöðu atvinnuveganna taka þessir sjóðir nú á sig mjög mikla áhættu og mikið af þeirra eigin fé, það þekki ég með Stofnlánadeild landbúnaðarins, er áhættufjármagn vegna stöðu atvinnuveganna og það óttast ég að geti verið líka hjá Fiskveiðasjóði þannig að það er vafasamt að leggja slíkar byrðar á þá sjóði af þeim sökum einum.