Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 13:07:51 (6857)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Ég hafði ekki hugsað mér að gera grein fyrir atkvæði mínu en atkvæðaskýringar eru orðnar það efnislegar að ég taldi óhjákvæmilegt að mæla fáein orð. Ég andmæli í fyrsta lagi því að vinnan í nefndinni hafi verið mjög mikil og góð um efnisatriði frv. því að það var hún ekki. Ég vil líka láta koma fram að til fundar við nefndina voru ekki kallaðir helstu hagsmunaaðilar, jafnvel þótt þeir hafi óskað eftir því. Mér er kunnugt um að hagsmunaaðilar óskuðu eftir fundi með nefndinni fyrir hálfum mánuði þegar ljóst varð að stefndi í veigamiklar brtt. á frv. af hálfu meiri hlutans. Þeirri ósk var synjað af formanni félmn.
    Ég hef því farið fram á að fundur verði í nefndinni milli 2. og 3. umr. og við því hefur verið orðið. En hann mun að sjálfsögðu fara fram of seint með tilliti til þess ef menn hugsa sér að bera fram komnar brtt. undir álit hagsmunaaðila.