Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 13:37:44 (6863)

     Guðrún Helgadóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Hæstv. forseti. Skil ég það ekki rétt að með hinu nýja atkvæðagreiðslukerfi sé auðvelt að fá útskrift af atkvæðagreiðslu og kanna hvort einhver hefur greitt atkvæði öðruvísi en hann ætlaði sér og hann gefur sig þá fram. Það er auðvitað alveg út í hött að endurtaka atkvæðagreiðsluna. Það liggur fyrir hverjir greiddu atkvæði og hvernig.