Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 13:38:47 (6865)

     Ingibjörg Pálmadóttir (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Ég fagna því sérstaklega að það er greinilegt að þessi tillaga mín á hér meiri hluta og ég býst ekki við því að það breytist þó við endurtækjum atkvæðagreiðslu. En ég ætla að skýra í hverju þessi tillaga felst. Hún felst í því fyrst og fremst að það er hægt að gera samning við sjálfseignarstofnanir eins og sveitarfélög, Sólheima í Grímsnesi t.d. og við erum með því að viðurkenna blönduð úrræði með því að samþykkja þessa tillögu.