Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 13:39:27 (6866)


     Kristinn H. Gunnarsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Hér óskaði hæstv. fjmrh. eftir því að atkvæðagreiðsla yrði endurtekin. Samkvæmt útskrift greiddi hann atkvæði á móti tillögunni. ( Gripið fram í: Hver?) Hæstv. fjmrh., sem óskaði eftir endurtekningu á atkvæðagreiðslu, hann greiddi atkvæði á móti tillögunni, þannig að ef hann óskar eftir að breyta sinni afstöðu og hafi greitt atkvæði rangt, þá stendur ekkert á mér að fallast á það. Ég sé í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu, virðulegi forseti, ef hæstv. fjmrh. vill styðja þetta mál, að verða við því.