Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 13:40:19 (6867)


     Geir H. Haarde (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Það hefur verið gerður hér einhver ágreiningur um það að þessi atkvæðagreiðsla var endurtekin. Ég hef verið að fylgjast með því hér á blöðum hvernig þessar atkvæðagreiðslur hafa farið fram og það er alveg ljóst að það hefur komið fyrir hér í þessum atkvæðagreiðslum í dag að menn hafa óafvitandi ýtt á rangan takka og ég tel sjálfsagt eins og jafnan hefur verið gert þegar slík ósk kemur fram að atkvæðagreiðslan verði endurtekin. Ég veit að hv. 8. þm. Reykn. skemmtir sér vel og verði honum að góðu en það er komin ósk um það að endurtaka atkvæðagreiðsluna og hún er hafin og það er auðvitað sjálfsagt hér í þinginu þegar slíkar óskir koma fram að verða við því.