Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 13:41:07 (6868)


     Páll Pétursson (um atkvæðagreiðslu) :
    Frú forseti. Ég vil mótmæla þeim aðdróttunum hv. þm. Geirs H. Haarde að þingmenn hafi verið að greiða hér atkvæði í einhverju óráði. Ég tel það eðlilegt og sjálfsagt að menn séu frjálsir að gerðum sínum. Orsökin til þess að krafa kom fram um að endurtaka þessa atkvæðagreiðslu er auðvitað sú að stjórnarliðið varð undir vegna þess að það voru fáeinir skynsamir menn í stjórnarliðinu sem greiddu tillögu Ingibjargar Pálmadóttur atkvæði.