Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 13:52:49 (6873)

     Rannveig Guðmundsdóttir :
    Virðulegi forseti. Vegna þess að þessi grein fjallar einmitt um verkefni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, þá óska ég að taka undir sjónarmið sem komu fram hjá hv. þm. Ingibjörgu Sólrúnu hér áðan og taka undir að þetta er hárrétt skýring á 6. lið 17. gr. Það komu mjög miklar athugasemdir um samþjöppun þjónustu fyrir sunnan og það var rætt talsvert mikið um þetta mál og þetta er gert í samræmi við umsagnir sem bárust nefndinni. ( SJS: Hvað segir þingmaðurinn?) ( Forseti: Það þarf ekki að skýra frá því í ræðustól þegar ekki er nafnakall. Það er aðeins verið að gefa skýringu vegna atkvæðagreiðslu.)