Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 14:01:51 (6874)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Í 3. tölul. 10. gr. segir að starfrækja skuli verndaða vinnustaði. Í þeirri setningu 31. gr. sem ég legg til að falli brott segir að heimilt skuli jafnframt að starfrækja verndaða vinnustaði fyrir fatlaða. Hér er dregið úr þeirri skyldu sem er í frv. og reyndar í núgildandi lögum um að starfrækja verndaða vinnustaði og ég legg áherslu á að það verði ekki gert og því legg ég til að þessi setning falli brott úr frv.