Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 14:20:18 (6877)


     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Þegar tekin eru upp nýmæli að veita kost á þjónustu, þá er það skilyrt af hálfu félmrh. sem flutningsmanns frv. að opnuð sé leið til þess að skattleggja þá sem þjónustunnar njóta og mörkin eru dregin þar að heimildarákvæðið verði virkt ef hinn fatlaði eða þeir sem að honum standa eru svo efnaðir að þeir njóta umönnunarbóta eða örorkulífeyris. Mér þykir þessi grein alveg fráleit og segi nei við henni.