Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 14:32:17 (6880)


     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Í þessari tillögu er gert ráð fyrir því að lög þessi öðlist gildi 1. jan. 1993 með margvíslegum og augljósum rökum, m.a. þeim að engir fjármunir eru til viðbótar í þennan málaflokk á árinu 1992 og þess vegna engin rök fyrir því að láta lögin taka gildi fyrr en 1. jan. 1993. Auk þess er það þannig, virðulegi forseti, að í frv. er gert ráð fyrir heimild til þess að innheimta skatta af þeim fötluðum sem njóta þjónustu skv. 22. og 23. gr. frv. Og í þriðja lagi hefur það komið í ljós í umræðunum í dag og atkvæðagreiðslunni í dag að frv. er tæknilega séð í uppnámi. Þess vegna er það augljóst að það er skynsamlegt að fallast á tillögu hv. þm. Ingibjargar Pálmadóttur og ég segi já.