Samkomudagur reglulegs Alþingis 1992 o.fl.

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 17:56:48 (6910)

     Frsm. allshn. (Össur Skarphéðinsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. við frv. til laga um samkomudag reglulegs Alþingis 1992. Efni frv., sem nefndin hefur fjallað um, byggist á samkomulagi þingflokka um hvernig hátta skuli þingmeðferð EES-málsins. Í því felst að nýtt þing komi saman 17. ágúst nk. og með þeim hætti verði haustþingið lengt en þinghaldið verði að öðru leyti með venjubundnu sniði.
    Heimildin til að breyta samkomudegi Alþingis byggist á ákvæðum 35. gr. stjórnarskrárinnar. Þeim var breytt á síðasta ári á þann hátt að Alþingi starfar nú allt árið. Með því að ákveða samkomudaginn með þessum hætti, sem í frv. segir, er jafnframt verið að ákveða hvenær núverandi þingi, þ.e. 115. löggjafarþingi, lýkur.
    Við afgreiðslu málsins skrifaði ég undir nál. ásamt Eyjólfi Konráð Jónssyni, Önnu Ólafsdóttur Björnsson, Kristni H. Gunnarssyni og Jóni Helgasyni. Sólveig Pétursdóttir, Ingi Björn Albertsson, Ólafur Þ. Þórðarson og Björn Bjarnason voru fjarstödd afgreiðslu málsins.