Skiptaverðmæti og greiðslumiðlun

150. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 00:33:16 (6982)

     Björn Bjarnason (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég dreg ekki í efa að Alþingi þurfi að koma að þessu máli á einhverju stigi ef það þarf að breyta lögum, það er alveg rétt. En ég tel að æskilegasta leiðin í því máli væri sú sem hv. 1. þm. Austurl. nefndi að fyrst kæmu aðilar sér saman um ákveðna lausn og síðan mundi Alþingi staðfesta það með lagasetningu. En það þarf held ég ekki að bíða lengi eftir því, hv. þm., ég held að aðilum sé það alveg ljóst að þetta ástand, sem skapast hefur, getur ekki varað lengur og þeir eigi að leysa það í samningum sín á milli og síðan verði það þá hlutverk Alþingis að staðfesta þá samninga.