Skiptaverðmæti og greiðslumiðlun

150. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 01:00:43 (6994)

     Guðmundur Hallvarðsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vegna þess misskilnings sem ég heyri að hefur komið upp verð ég að ítreka það að ég greiddi ekki atkvæði í nefndinni þegar þetta mál var afgreitt. Í annan stað vil ég endurtaka það sem ég sagði í örstuttu máli að ég tel að hér sé Alþingi að fara inn á þá braut að gerast nokkurs konar skömmtunaraðili varðandi þessa greiðslu. Ég er hlynntur félagafrelsi og ég er líka hlynntur því að sjútvrh. fái þetta mál og leysi það. Það var eðlilegt að hann héldi því máli. En vandamálið er, eins og ég sagði áðan, að verði þetta lögfest eins og hér er lagt upp með þýðir það einfaldlega að Alþingi má eiga von á því á haustdögum að hingað komi nokkrir tugir sjómannafélaga og óski eftir sams konar meðferð. Þá skulu menn auðvitað afgreiða það líka. ( Gripið fram í: Er það ekki frelsið?)