Skattskylda innlánsstofnana

150. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 03:50:47 (7022)

     Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Halldór Ásgrímsson) (um þingsköp) :
    Herra forseti. Það hafa verið bornar fram fjölmargar fyrirspurnir í þessu máli til hæstv. fjmrh. Hann hefur ekki svarað þeim nema einstaka aðila í andsvörum fyrr í dag. Ég geri ekki kröfur til þess að hæstv. fjmrh. svari þessum fyrirspurnum á þessari nóttu. En annaðhvort fer ég þess á leit að hæstv. fjmrh. svari þeim við lok umræðu á morgun eða þá að hann hefji 3. umr. og svari fyrirspurnum þá. Ég get sætt mig við hvort tveggja og vænti þess að hæstv. fjmrh. geti svarað því hvað hann kýs í þeim efnum. En miðað við að það hefur verið ákveðið að ljúka þessari umræðu nú þá geri ég ekki kröfu til þess að hann svari því núna en vildi aðeins ítreka við hann að ég vænti þess að hann muni gera annaðhvort við lok 2. umr. á morgun eða þá við upphaf 3. umr.