Skattskylda innlánsstofnana

150. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 03:54:42 (7024)

     Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Halldór Ásgrímsson) (um þingsköp) :
    Herra forseti. Það er alveg meinalaust af minni hálfu að hæstv. fjmrh. tali lengur. Ég sagði að ég færi þess á leit að hæstv. fjmrh. svaraði þessum fyrirspurnum annaðhvort við lok 2. umr. á morgun eða við upphaf 3. umr. Hæstv. fjmrh. kaus að fara þá leið að svara fyrirspurnum við lok 2. umr. í nótt. Það er alveg meinalaust af minni hálfu, hæstv. fjmrh., en ég lagði málið ekki þannig upp. Það hefur þá verið einhver misskilningur okkar í milli en mér heyrist að hæstv. fjmrh. hafi þá skilið það þannig nú og ætli sér að svara mínum fyrirspurnum við upphaf 3. umr. og á það fellst ég. En ég vil leggja á það áherslu að hæstv. fjmrh. getur alveg haft sína hentisemi í málinu mín vegna. Ég ætla ekki að gera nokkra tilraun til að reyna að hafa áhrif á hann í þeim efnum. Ef hann telur það betur henta og það sé í samræmi við þau samtöl sem áttu sér stað um málið í dag. Ég taldi að e.t.v. væri svo ekki.