Lífeyrissjóður sjómanna

151. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 11:51:07 (7042)

     Halldór Ásgrímsson :
    Virðulegur forseti. Ég er þeirrar skoðunar að réttindi þeirra sem fá greiðslur úr lífeyrissjóði eigi fyrst og fremst að ákvarðast með almennum lögum og vera á ábyrgð stjórna lífeyrissjóðanna. Þannig háttar til með þennan sjóð að það er um hann mjög nákvæm löggjöf með öðrum hætti en um flesta aðra sjóði. Ef stjórn þessa lífeyrissjóðs vill samræma reglur um útgreiðslur reglum annarra sjóða verður að eiga sér stað lagabreyting hér á Alþingi. Þetta misræmi er að mínu mati óeðlilegt og því væri rétt að samræma þessa löggjöf að annarri löggjöf um lífeyrissjóði þannig að stjórn sjóðsins geti ávallt borið ábyrgð á reglunum og þurfi ekki að leita til Alþingis um það.
    Þar sem hér er um að ræða beiðni stjórnar sjóðsins að samræma þessar reglur öðrum, eins og fram hefur komið við meðferð þessa máls, þá tel ég eðlilegt að verða við því, því þar er líka um réttindabót að ræða, og segi því já.