Málefni fatlaðra

151. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 13:45:32 (7063)

     Frsm. minni hluta félmn. (Kristinn H. Gunnarsson) (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ekki hef ég neitt á móti því að menn ræði hér þetta mikilvæga mál. Ég vil hins vegar vekja athygli forseta á því að það var fundur í nefndinni í morgun sem stóð nákvæmlega þangað til fundur hófst hér klukkan hálfellefu. Ég hef því haft mjög lítinn tíma til að ganga frá frhnál. og brtt. Ég hef notað stundir sem gefist hafa undir umræðum til þess að hraða þeirri vinnu og er búinn að ganga frá brtt. en þeim hefur ekki verið útbýtt. ( Forseti: Jú.) Er verið að útbýta þeim núna? Nál. hef ég ekki fengið enn úr vinnslu en það er það skjal sem ég þarf fyrst og fremst að hafa í höndunum þegar ég mæli fyrir mínu áliti, auk brtt. Ég mundi óska eftir því, virðulegur forseti, að þó svo frsm. meiri hluta hefji sitt mál hér á eftir verði mér gefinn kostur á að hafa mín skjöl til þess að mæla fyrir mínu áliti.