Málefni fatlaðra

151. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 16:25:54 (7074)

     Frsm. minni hluta félmn. (Kristinn H. Gunnarsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Svar hæstv. ráðherra varðandi spurninguna um túlkun á 3. málsgr. 13. gr. er ljós. Afgjald er ekki sannanlegur rekstrarkostnaður heldur samningsatriði hverju sinni. Það liggur því utan garðs í brtt. félmn., þær ganga ekki nægilega langt til að mæta þeim sjónarmiðum sem m.a. Ríkisendurskoðun hefur lagt áherslu á að menn hefðu í heiðri.
    Varðandi 50. gr. vil ég segja að menn eiga ekki að vera með þjónustugjöld, ég er á móti þjónustugjöldum. Búið er að fella tillögu mína í því efni þannig að ég er með varatillögu, virðulegi ráðherra, og get ekki gert betur því ég má ekki bera sömu tillöguna upp aftur, en það mundi ég gjarnan gera aftur og aftur og aftur. Í almannatryggingalögum eru greiðslur til fatlaðra, löggjöfin er byggð þannig upp að tekjuhliðin er þeim megin en ekki í lögum um málefni fatlaðra, hvorki varðandi einstaklingana og ekki á

að veita heimildir til að leggja gjöld á einstaklinga í lögum um málefni fatlaðra. Virðulegi forseti, það er bara ekki siður jafnaðarmanna.