Atvinnuleysistryggingar

151. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 17:45:46 (7089)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Herra forseti. Sem andsvar við fyrirspurn hv. þm. sem kannski ætti frekar að vera svar við fyrirspurn hv. þm., þá hef ég ekki mjög nákvæmar tölur enda eru tölur ekki mjög nákvæmar um þetta atriði því atvinnuleysisbætur eru ekki nákvæmlega þær sömu og fara eftir því hverjir eiga í hlut eins og menn vita. Ég veit að hv. þm. gerir sér þingmanna best grein fyrir því enda þekkir hann til málsins, en samkvæmt upplýsingum sem ég hef þá má gera ráð fyrir því að hvert atvinnuleysisstig þýði til jafnaðar u.þ.b. 400 millj. kr. útgjöld og þá geta menn reiknað hve mikið það gæti kostað Atvinnuleysistryggingasjóð ef atvinnuleysisstigið hækkaði úr 2,6% upp í 3% eins og nýjustu spár gefa til kynna að orðið geti.
    Vænti ég þess að þetta svar komi að gagni fyrir þessa umræðu.