Greiðslukortastarfsemi

151. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 17:55:36 (7092)

     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vegna ábendinga hv. síðasta ræðumanns kemst ég ekki hjá því að þakka hv. nefnd fyrir að hafa lagt á vogarskálina lóð sín til að gera það frv., sem lagt var fram um skattskyldu innlánsstofnana, þannig úr garði að mjög auðvelt er fyrir þingið að afgreiða það á yfirstandandi þingi, það sem eftir lifir þessa dags. Einnig vil ég nota tækifærið til að þakka hv. forvera mínum, Ólafi Ragnari Grímssyni, 8. þm. Reykn., fyrir að hafa útbúið þann efnivið sem nú hefur verið unnið úr og ég tel að hann hafi verið nýttur til hins ýtrasta og vil ég eindregið koma þeim þökkum til skila og mælast til þess að hv. þm. afgreiði það mál í samræmisskyni.
    Vona ég að þessi ræða mín sé, eins og oft er sagt, til þess að greiða fyrir að þingstörf geti gengið vel og rækilega fyrir sig í dag.