Ábyrgðasjóður launa vegna gjaldþrota

152. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 19:06:22 (7107)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þarna kom misskilningurinn fram. Hann kom fram í þessum orðum hæstv. félmrh. þar sem sagði að rétturinn til að gera kröfu vegna launa og lífeyris rúmaðist innan ramma reglugerðarinnar. En við erum ekki hér að tala um lífeyri sem slíkan heldur erum við að tala um iðgjöldin og á því er auðvitað grundvallarmunur. Og þarna kemur í ljós að hæstv. félmrh. hefur ekki áttað sig á því út á hvað sú umræða gekk sem verkalýðshreyfingin setti fram kröfur um þegar frá samningunum var gengið. Nú skil ég af hverju ríkisstjórnin lá á þessu máli vikum saman án þess að koma því frá sér með eðlilegum hætti.