Vegáætlun 1991--1994

153. fundur
Miðvikudaginn 20. maí 1992, kl. 00:19:27 (7156)

     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tel að það hafi verið skynsamlegt af hv. þm. og fyrrv. samgrh., Steingrími J. Sigfússyni, að skipa tvo sjálfstæðismenn í þá nefnd sem vann að endurskoðun vegáætlunar og gerð langtímaáætlunar í vegagerð. Ég tel að við fulltrúar Sjálfstfl. höfum lagt okkur alla fram um það að vinna sem best að þessari tillögugerð sem fram kom sem langtímaáætlun í vegagerð. En því miður var staða þjóðarbúsins með þeim hætti að ekki reyndist unnt að fylgja þessum áætlunum. Þrátt fyrir það voru gerðar ágætar tillögur og ég vænti þess að eftir þeim verði hægt að vinna.