Fullorðinsfræðsla

153. fundur
Miðvikudaginn 20. maí 1992, kl. 02:15:23 (7179)

     Kristín Ástgeirsdóttir :
    Virðulegi forseti. Hér er komið til umræðu frv. til laga um fullorðinsfræðslu. Ég vil einungis láta það koma fram að þó að ég standi að þessu máli ásamt öðrum nefndarmönnum í menntmn. þá er ég ekki fyllilega ánægð með þá niðurstöðu sem varð varðandi skipan fullorðinsfræðsluráðs og hvernig að þeim málum verður staðið á næstu árum. En það er lögð mikil áhersla á það að þetta mál nái fram að ganga og verði samhliða málinu um starfsmenntun í atvinnulífinu og að þessi frumvörp verði endurskoðuð á sama tíma. Ég ætla því að greiða fyrir því að málið nái fram að ganga en ég hefði kosið aðra lausn ef nefndinni hefði gefist tími til að vinna málið betur