Hvítbók ríkisstjórnarinnar

4. fundur
Miðvikudaginn 09. október 1991, kl. 15:48:00 (123)

     Umhverfisráðherra (Eiður Guðnason) :
     Virðulegi forseti. Ég mun að sjálfsögðu koma þessum skilaboðum hv. formanns þingflokks Framsfl. til formanna stjórnarflokkanna sem hvorugur eru hér að þessu sinni. Ég hef kannski ekki talað alveg nægilega skýrt áðan en ég vil bara ítreka það að bókin er ekki fullsamin. Um leið og hún verður fullsamin verður henni að sjálfsögðu dreift, að sjálfsögðu samstundis og hún hefur verið prentuð. Ég veit ekki með hvaða hætti fréttamaður hefur komist yfir eitthvert vinnuplagg frá einhverjum tíma sem, eins og ég sagði áðan, hefur verið vitnað í bæði rétt og rangt. En þessum skilaboðum mun ég að sjálfsögðu koma til skila.