Afhending skjala úr ráðuneytum

4. fundur
Miðvikudaginn 09. október 1991, kl. 15:54:00 (127)

     Svavar Gestsson :
     Virðulegi forseti. Ég ætla bara að segja hérna örfá orð. Þetta er auðvitað ekki einungis í umhvn. eða menntmn. sem þingmenn hafa orðið fyrir því að neitað væri um upplýsingar. Við höfum ekki fengið að sjá þau drög að samningi um álver á Keilisnesi sem sagt er að liggi fyrir í öllum meginatriðum, heldur einungis greinargerðir iðnrn. um þau mál og ég vil sem iðnaðarnefndarmaður óska eftir því að forsetinn rannsaki einnig vinnubrögð formanns iðnn. í þessu sambandi.