Málefni St. Jósefsspítala í Hafnarfirði

7. fundur
Þriðjudaginn 15. október 1991, kl. 14:31:00 (193)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan. Ef ég ætlaði nú að lýsa þeirri niðurstöðu sem e.t.v. verður á samningaviðræðum þeim sem eru hafnar, þá væru þær tilgangslausar. Staðreyndin er mjög einföld. Hún er sú að við verðum að miða í heilbrigðismálum sem og öðrum málum við getu þjóðarinnar til að greiða reikninginn. Ef menn ná ekki árangri á einu sviði gæti það kostað okkur það að menn yrðu að ná þeim mun meiri árangri á öðru. Þegar fjárlög verða afgreidd mun niðurstaðan koma í ljós og þá gefst hv. þm. kostur á að ráðstafa atkvæði sínu í samræmi við sína eigin samvisku.