Sjávarútvegsmál

10. fundur
Fimmtudaginn 17. október 1991, kl. 16:15:00 (303)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég sannfærðist um það undir þessari ræðu að það er full þörf á því að hæstv. sjútvrh. fái sér góða menn til að kenna sér betur sjávarútvegsfræðin. Ég bendi honum t.d. á hv. 3. þm. Vestf. sem flutti hér ágæta ræðu og gæti frætt hann um ýmislegt. Það ætti að vera hæstv. sjútvrh. fullkomlega ljóst að þegar búið er að halda genginu föstu í langan tíma verður ekki við þær aðstæður málunum bjargað með stórfelldri gengisfellingu, 20--30% gengisfellingu, það er ekki lausnin við þær aðstæður. Menn eiga að hafa þá efnahagsstjórn að koma í veg fyrir slíkar stíflur.
    Ég var að vísa til þess í minni ræðu að stuðningur við gengisfellingu af því tagi sem þá var uppi á borði hjá hæstv. núv. sjútvrh. var enginn.