Sjávarútvegsmál

10. fundur
Fimmtudaginn 17. október 1991, kl. 16:16:00 (304)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
     Frú forseti. Þær tillögur um breytingar á gengi krónunnar sem ágreiningur var um haustið 1988 lutu að því að breyta genginu um 6--10%, það var nú allt og sumt. Það var verið að ræða um mjög hóflega aðlögun miðað við erfiða aðstöðu í sjávarútveginum. En hv. þm. vék sér undan því, af því hann fór svo mörgum orðum um nauðsyn þess haustið 1988 að fara kauplækkunarleiðina, að svara hvort það hafi í raun og veru verið vilji hans flokks þá og hvort það sé vilji hans flokks í dag að fara kauplækkunarleiðina.