Þjóðaratkvæðagreiðsla um EES-samninginn

12. fundur
Þriðjudaginn 22. október 1991, kl. 13:59:00 (355)

     Kristín Einarsdóttir :
     Virðulegur forseti. Mig langaði til að bera fram fyrirspurn til hæstv. forsrh. um þjóðaratkvæðagreiðslu.
    Árið 1944 tóku 98% þjóðarinnar þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðskilnað frá Dönum og 95% þeirra sögðu já. Í nótt var gerður samningur í Lúxemborg, samningur fyrir Íslands hönd sem felur í sér verulegt afsal á sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Telur forsrh. fullnægjandi að samningurinn verði staðfestur aðeins með einfaldri atkvæðagreiðslu á hér á Alþingi? Telur hann ekki rétt eins og árið 1944 að leyfa þjóðinni að segja álit sitt?