Móttökuskilyrði útvarps og sjónvarps

14. fundur
Fimmtudaginn 24. október 1991, kl. 11:21:00 (429)

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
     Hæstv. forseti. Þar sem þær upplýsingar sem ég er með koma að þessari fsp. þá taldi ég rétt að upplýsa að ég hef farið fram á það við póst- og símamálastjóra að hann geri athugun á því hvort ekki sé hægt að bæta úr þeim vandræðum sem eru út af Horni. Þar er dautt svæði fyrir talsíma og er það í athugun hjá honum hvort Póstur og sími geti brugðist við. Ég vil jafnframt upplýsa að búist er við að stafrænn sími verði tekinn upp hér á landi eftir 2--3 ár en það mun hafa það í för með sér að ekki verður hægt að hlera símtöl hjá þeim sem nota farsíma.