Skólamál

15. fundur
Fimmtudaginn 24. október 1991, kl. 18:22:00 (500)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Mér þykir vænt um að svo skuli vera komið að ég og hv. form. menntmn. erum sammála. Miklu máli skiptir það í fyrsta lagi að við erum sammála um það að við höfum ekki oftrú á stúdentshúfunni sem er einhver mesta vandræðaflík sem til er í þessu landi. Í öðru lagi erum við sammála um að það þurfi að gjörbreyta innra starfi framhaldsskólans og í þriðja lagi þykir mér afar vænt um að hv. þm. skuli hafa tekið af skarið um það að hún var ekki sérstaklega að ráðast á fyrrv. hæstv. menntmrh. Birgi Ísl. Gunnarsson.